Erlent

Niðurrifið hafið á ný

Niðurrif Ungdomshuset er hafið á nýjan leik eftir að vatni var dælt á steypuryk sem þyrlast hafði upp þegar niðurrifið hófst í morgun. Það var umhverfisráð Kaupmannahafnar sem stöðvaði framkvæmdirnar um hálf tíu vegna þess hve mikið steypuryk lagði yfir hverfið og þá óttast menn að það sé asbest í steypunni. Þess verður hér eftir gætt að ryk þyrlist sem minnst upp og reynt að binda það með vatni sem dælt er yfir allt. Asbest getur verið hættulegt sé því andað inn.

Tengdar fréttir

Niðurrif Ungdomshuset hafið

Risastór silfurgrár krani er nú í óðaönn við að rífa niður Ungdomshuset en niðurrifið hófst klukkan sjö í morgun. Fyrrum notendur hússins hafa margir hverjir safnast saman nærri húsinu og eru ýmist reiðir eða sorgmæddir yfir örlögum þess. Enn er þó allt með rólegasta móti þó löregla óttist að mótmælendur sýni reiði sína í verki. Vörubílar sem flytja í burtu steypubrotin úr húsinu fá lögreglufylgd þegar þeir keyra í burt af staðnum.

Stöðva niðurrif af ótta við asbestmengun

Skipulagsyfirvöld í Kaupmannahöfn hafa stöðvað niðurrif Ungdomshuset vegna þess hversu mikið steypuryk hefur þyrlast upp og yfir hverfið við það. Óttast er að rykið innihaldi asbest sem getur valdið miklum skaða sé því andað inn. Norðurbrú er með þéttbýlustu hverfum Kaupmannahafnar. Nú á að reyna að bleyta upp í rykinu til að það setjist og rýma stærra svæði umhverfis húsið til að enginn hljóti skaða af. Verktakar fá ekki leyfi til að halda niðurrifinu áfram fyrr en komist hefur verið fyrir drefingu ryksins.

Kostnaður við skemmdir minnst 150 milljónir

Mótmæli undanfarinna daga í Kaupmannahöfn kosta hið opinbera minnst 150 milljónir króna. Ritt Bjerregaard borgarstjóri Kaupmannahafnar segir mótmælendur hafa fyrirgert rétti sínum til að fá nýtt hús. Ungdomshuset á Jagtvej verður rifið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×