Refsingum hótað 31. mars 2007 19:30 Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AP Íranar láta að því liggja að bresku sjóliðarnir fimmtán, sem handteknir voru á dögunum, verði ákærðir og þeim refsað fyrir landhelgisbrot. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, kveðst áhyggjufull yfir stefnu íranskra stjórnvalda í málinu en hún sendi þeim opinbert svarbréf vegna þess í dag. Rúm vika er síðan sjóliðarnir voru handteknir við eftirlitsstörf í Shatt al-Arab-ósnum í botni Persaflóa, að sögn stjórnvalda í Teheran vegna þess að þeir voru í íranskri lögsögu. Örlög þeirra hafa undanfarna daga verið bitbein ríkisstjórna Bretlands og Írans og virðist deila þeirra fara stöðugt harðnandi. Í gærkvöld fullyrti Gholam-Reza Ansari, sendiherra Írans í Rússlandi í samtali við þarlenda sjónvarpsstöð, að rannsókn stæði nú yfir á meintum brotum sjóliðanna og komi í ljós nægar vísbendingar um sekt þeirra verða þeir ákærðir og dregnir fyrir dóm. Ansari skoraði auk þess á bresk stjórnvöld að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim. Litlar líkur eru á að honum verði að ósk sinni. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fór mjög hörðum orðum um Írana í gær eftir að þeir birtu sjónvarpsmynd af einum sjóliðanna þar sem hann baðst velvirðingar á að hafa siglt inn í lögsöguna. Utanríkisráðherrar ESB skoruðu svo á Írana að láta sjóliðana lausa tafarlaus og án skilyrða. Ansari sagði raunar í dag að þýðendur hefðu oftúlkað orð sín en málið væri þó í lagalegum farvegi. Margaret Beckett utanríkisráðherra Bretlands lét í ljós áhyggjur yfir þessu útspili sendiherrans nú síðdegis en sagði það þó engu breyta um afstöðu sína. Hún hefur sent írönsku ríkisstjórninni formlegt andmælabréf vegna málsins. Komið hefur til tals að Bandaríkjamenn láti úr haldi fimm liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem þeir handtóku í írösku borginni Irbil í ársbyrjun gegn því að bresku sjóliðunum verði sleppt. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins vísaði þessum hugmyndum hins vegar á bug í gær og sjóliðarnir munu því dúsa áfram í prísund sinni. Erlent Fréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Íranar láta að því liggja að bresku sjóliðarnir fimmtán, sem handteknir voru á dögunum, verði ákærðir og þeim refsað fyrir landhelgisbrot. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, kveðst áhyggjufull yfir stefnu íranskra stjórnvalda í málinu en hún sendi þeim opinbert svarbréf vegna þess í dag. Rúm vika er síðan sjóliðarnir voru handteknir við eftirlitsstörf í Shatt al-Arab-ósnum í botni Persaflóa, að sögn stjórnvalda í Teheran vegna þess að þeir voru í íranskri lögsögu. Örlög þeirra hafa undanfarna daga verið bitbein ríkisstjórna Bretlands og Írans og virðist deila þeirra fara stöðugt harðnandi. Í gærkvöld fullyrti Gholam-Reza Ansari, sendiherra Írans í Rússlandi í samtali við þarlenda sjónvarpsstöð, að rannsókn stæði nú yfir á meintum brotum sjóliðanna og komi í ljós nægar vísbendingar um sekt þeirra verða þeir ákærðir og dregnir fyrir dóm. Ansari skoraði auk þess á bresk stjórnvöld að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim. Litlar líkur eru á að honum verði að ósk sinni. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fór mjög hörðum orðum um Írana í gær eftir að þeir birtu sjónvarpsmynd af einum sjóliðanna þar sem hann baðst velvirðingar á að hafa siglt inn í lögsöguna. Utanríkisráðherrar ESB skoruðu svo á Írana að láta sjóliðana lausa tafarlaus og án skilyrða. Ansari sagði raunar í dag að þýðendur hefðu oftúlkað orð sín en málið væri þó í lagalegum farvegi. Margaret Beckett utanríkisráðherra Bretlands lét í ljós áhyggjur yfir þessu útspili sendiherrans nú síðdegis en sagði það þó engu breyta um afstöðu sína. Hún hefur sent írönsku ríkisstjórninni formlegt andmælabréf vegna málsins. Komið hefur til tals að Bandaríkjamenn láti úr haldi fimm liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem þeir handtóku í írösku borginni Irbil í ársbyrjun gegn því að bresku sjóliðunum verði sleppt. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins vísaði þessum hugmyndum hins vegar á bug í gær og sjóliðarnir munu því dúsa áfram í prísund sinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira