Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu 17. janúar 2007 18:45 Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína. Erlent Fréttir Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína.
Erlent Fréttir Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira