Erlent

Panda drapst eftir að hafa verið sleppt út í náttúruna

Fyrsta risapandan sem alin var upp í dýragarði og síðan sleppt út í náttúruna er dauð. Xiang Xiang var karlkyns panda og fannst fyrr á árinu á verndarsvæðinu sem voru heimkynni hans í aðeins nokkra mánuði.

Xiang Xiang var fjögurra ára þegar honum var sleppt út í náttúruna. Þá hafði honum verið kennt að búa sér til bæli, leita ætis og þá list að verja sig, en það dugði þó ekki til. Hann er talinn hafa falllið fyrir hendi annarrar pöndu.

Aðeins eru um 1600 risapöndur eftir í þeirra náttúrulega umhverfi, skógunum í Kína. Um 180 eru í dýragörðum víðs vegar um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×