Erlent

Öryggisfulltrúi drepinn á Gaza

MYND/AP

Háttsettur palestínskur öryggisfulltrúi var drepinn í gær þegar meðlimir Hamas-samtakanna réðust á hús hans. Öryggisfulltrúinn var tengdur Fatha-hreyfingunni og er dauði hans til marks um þá ólgu sem ríkir á svæðinu.

Í gærkvöldi bað Ehud Olmer, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar á því að fjórir Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Hermenn á skriðdrekum og jarðýtum réðust inn í bæinn til þess að handtaka grunaða hryðjuverkamenn. Fjórir létust og 20 slösuðust en hermennirnir handtóku fjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×