„Við erum bara harla sátt," sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, eftir að fyrstu tölur voru birtar í kvöld. Katrín benti á að flokkurinn hefði bætt töluvert við sig en þingmönnum hans fjölgar úr fimm í níu og fær hann 13,7 prósenta fylgi.
Katrín sagði enn fremur að flokkurinn væri sterkur í Reykjavíkurkjördæmi norður og Norðausturkjördæmi og þá virtist flokkurinn ætla koma inn mönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þar sem hann hefði ekki haft menn áður. Flokkurinn hefði því bætt talsvert við sig.