Erlent

Pólskur hermaður lét lífið í Írak

Pólskir hermenn í Írak.
Pólskir hermenn í Írak. MYND/AFP
Pólskur hermaður lét lífið og fjórir særðust í sprengjuárás í gær nálægt bænum Diwaniya í Írak. Alls hafa því 3.585 hermenn úr liði bandamanna látið lífið í Írak frá því innrásin hófst fyrir fjórum árum.

Diwaniya liggur um 180 kílómetra fyrir sunnan Bagdad en sprengjunni hafði verið komið fyrir í vegarkanti. Alls hafa 125 hermenn frá öðrum þjóðum en Bandaríkjunum og Bretlandi látið lífið í átökunum í Írak. Mannfall Íraka er talið vera á bilinu 67 til 75 þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×