Enski boltinn

Mascherano heimtar að fara frá West Ham

Javier Mascherano segist einfaldlega verða að komast frá West Ham
Javier Mascherano segist einfaldlega verða að komast frá West Ham NordicPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Javier Mascherano vill fara tafarlaust frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hann myndi staðna ef hann þyrfti að setja mikið lengur á bekknum hjá enska liðinu.

Mascherano hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar, en flóknir samningar hans við félagið gera það að verkum að liðum gæti reynst erfitt að bjóða í hann. Kaupréttur á leikmanninum í höndum fjárfestingafélagsins MSI og því er ljóst að martröð hins 22 ára gamla miðjumanns gæti haldið áfram.

Mascherano hefur verið orðaður við Liverpool og Real Zaragoza á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×