Erlent

Ræður sér lögfræðing til að tryggja starfslok sín

Paul Wolfowitz.
Paul Wolfowitz. MYND/AP

Paul Wolfowitz, bankastjóri Alþjóðabankans, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að gæta hagsmuna sinna fari svo að hann verði rekinn frá bankanum.

Upp komst á dögunum að Wolfowitz hafði veitt ástkonu sinni, Shöhu Riza, bæði launa- og stöðuhækkun hjá bankanum og hefur stjórn bankans skipað sérstaka nefnd til þess að fara yfir mál Wolfowitz.

Starfsmannafélag bankans, hjálparstofnanir og menn úr hópi demókrata hafa krafist þess að Wolfowitz segi af sér en það hefur hann þvertekið fyrir.

Hins vegar virðist hann vilja vera öruggur ef til uppsagnar kemur, ef marka má frétt dagblaðsins USA Today, því hann hefur ráðið einn færasta lögfræðing Bandaríkjanna, Robert Bennet, til að gæta hagsmuna sinna. Meðal fyrri skjólstæðinga hans eru Bill Clinton Bandaríkjaforseti og tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna, Clark Clifford and Caspar Weinberger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×