Umdeildur verðandi forseti Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:15 Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. Sarkozy er 52 ára. Faðir hans flutti til Frakklands frá Ungverjalandi en móðir hans er frönsk af grískum gyðingaættum. Sarkozy og tveir bræður hans voru aldir upp í róversk kaþólskri trú. Sarkozy er lögfræðingur að mennt. 22 ára var hann kosinn í bæjarráð í Neuilly sur Seine þar sem varð síðar yngsti bæjarstjóri í sögu Frakklands. 1993 til 1995 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Édouards Balladurs. Sarkozy var snemma á ferlinum sagður undir verndarvæng Jacques Chiracs. Árið 1995 sneri hann hins vegar baki við lærimeistara sinn og studdi Balladur í forsetakosningunum það ár. Chirac náði kjöri og þá var Sarkozy úti í kuldanum. Chirac lokaði þó ekki alveg á hann og skipaði hann innanríkisráðherra 2002 í ríkisstjórn Jean-Pierre Raffarains. Tveimur árum síðar varð hann fjármálaráðherra og loks innanríkisráðherra aftur. Sarkozy er ekki allra eins og ljóst var þegar til átaka kom í sumum borgum Frakklands í nótt vegna úrslitanna í gær. Sarkozy varkti reiði margra með framgöngu sinni þegar til óeirða kom í Frakklandi fyrir um tveimur árum. Sagði hann mótmælendur skríl og uppskar skammir fyrir. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum þrátt fyrir uppruna sinn, og vill minnka aðskilnað ríkis og trúarbragða í Frakklandi. Hann vill að ríkið komi að uppbyggingu guðshúsa - meðal annars á moskum. Sarkozy var andvígur Íraksstríðinu en gagnrýndi Chirac og utanríkisráðherrann Dominique de Villepin fyrir það hvernig þeir tjáðu andstöðu sína. Sarkozy hefur einnig viðrað þá skoðun sína að genasamsetning ráði glæpahneygð fólks. Af þessu má sjá að nýr forseti Frakklands er umdeildur og bíða áhugamenn um frönsk þjóðmál spenntir eftir því að hann taki við völdum í Elysée-höll 16. maí næstkomandi. Þá hefjist áhugavert tímabil í frönskum stjórnmálum. Erlent Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. Sarkozy er 52 ára. Faðir hans flutti til Frakklands frá Ungverjalandi en móðir hans er frönsk af grískum gyðingaættum. Sarkozy og tveir bræður hans voru aldir upp í róversk kaþólskri trú. Sarkozy er lögfræðingur að mennt. 22 ára var hann kosinn í bæjarráð í Neuilly sur Seine þar sem varð síðar yngsti bæjarstjóri í sögu Frakklands. 1993 til 1995 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Édouards Balladurs. Sarkozy var snemma á ferlinum sagður undir verndarvæng Jacques Chiracs. Árið 1995 sneri hann hins vegar baki við lærimeistara sinn og studdi Balladur í forsetakosningunum það ár. Chirac náði kjöri og þá var Sarkozy úti í kuldanum. Chirac lokaði þó ekki alveg á hann og skipaði hann innanríkisráðherra 2002 í ríkisstjórn Jean-Pierre Raffarains. Tveimur árum síðar varð hann fjármálaráðherra og loks innanríkisráðherra aftur. Sarkozy er ekki allra eins og ljóst var þegar til átaka kom í sumum borgum Frakklands í nótt vegna úrslitanna í gær. Sarkozy varkti reiði margra með framgöngu sinni þegar til óeirða kom í Frakklandi fyrir um tveimur árum. Sagði hann mótmælendur skríl og uppskar skammir fyrir. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum þrátt fyrir uppruna sinn, og vill minnka aðskilnað ríkis og trúarbragða í Frakklandi. Hann vill að ríkið komi að uppbyggingu guðshúsa - meðal annars á moskum. Sarkozy var andvígur Íraksstríðinu en gagnrýndi Chirac og utanríkisráðherrann Dominique de Villepin fyrir það hvernig þeir tjáðu andstöðu sína. Sarkozy hefur einnig viðrað þá skoðun sína að genasamsetning ráði glæpahneygð fólks. Af þessu má sjá að nýr forseti Frakklands er umdeildur og bíða áhugamenn um frönsk þjóðmál spenntir eftir því að hann taki við völdum í Elysée-höll 16. maí næstkomandi. Þá hefjist áhugavert tímabil í frönskum stjórnmálum.
Erlent Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira