Risi í álheiminum gangi kaup í gegn Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:11 Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka. Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi. Rætt hefur verið um samstarf eða samruna fyrirtækjanna síðustu tvö ár en ekkert gengið í þeim viðræðum. Það var því sem Alcoa tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að gera yfirtökutilboð í Alcan. Búist er við að það verði lagt á borðið á morgun. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að greitt verði fyrir með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. Tilboðið er 20% yfir lokagengi bréfa í Alcan á föstudaginn. Fulltrúar Alcan segja að stjórn fyrirtækisins fari yfir tilboðið og hvöttu hluthafa til að halda að sér höndum þangað til þeirri athugun verði lokið. Verðmæti bréfa í Alcan hækkaði um 33% þegar fréttir af þessu bárust. Áður höfðu bréf í félaginu hækkað um 15% á síðustu tólf mánuðum. Verð á bréfum í Alcoa hækkaði um 6.3% í dag og hefur ekki verið hærra síðan í mars 2004. Fram kemur á fréttavef Bloomberg í dag að eftirspurn eftir málmum hafi aukist á síðustu 12 mánuðum og nærri 500 samningar tengdir fyrirtækjum á þessu sviði því gerði á þeim tíma. Alain Belda, framkvæmdastjóri Alcoa, segir fyrirtækið nú ætla að einbeita sér að álframleiðslu sem skili mestum hagnaði. Jaðarrekstur verði seldur. Alcoa-menn telja að með kaupum á Alcan spari þeir einn milljarð bandaríkjadal á þremur árum. Alcoa var stærsti álframleiðandi í heimi þar til í mars þegar Rusal í Rússlandi sameinaðist OAO Sual Group og álhluta Glencore í Sviss. Alcoa, með Alcan innaborðs, framleiðir um 7.8 milljón tonn af áli á ári og selja ál fyrir jafnvirði tæplega 3.500 milljarða íslenskra króna. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi á Íslandi. Alcan í Straumsvík og Alcoa í Reyðarfirði. Hjá Alcoa eru þrjú hundruð áttatíu og þrjú stöðugildi hér og hjá Alcan fjögurhundruð og sjötíu starfsmenn. Kevin G. Lowery, upplýsingafulltrúi Alcan í Bandaríkjunum, á ekki von á að kaupin hafi áhrif á rekstur fyrirtækjanna hér á landi. Markmiðið sé að stækka en ekki minnka.
Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira