Alex stal senunni - Arsenal úr leik 7. mars 2007 21:33 Maður kvöldsins - Alex hjá PSV - fagnar hér dýrmætu marki sínu á Emirates NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira