Þriðjungur búinn að kjósa 22. apríl 2007 12:51 Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi. Erlent Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi.
Erlent Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sjá meira