Erlent

Tónlist eftir gyðinga

Adolf Hitler
Adolf Hitler

Nýupp­götvað hljómplötu­safn, sem sagt er hafa tilheyrt fyrr­verandi leiðtoga Þýska­­lands, Adolf Hitler, bendir til að nasistaforinginn hafi verið hrifinn af tónlist eftir gyðinga.

Þó að Hitler hafi opin­berlega talað illa um gyðinga og fyrir­skipað fjölda­morð á þeim virðist sem honum hafi ekki mislíkað tónlist eftir þá. Einnig fundust þarna rússneskar plötur, en Hitler var einnig í nöp við Rússa.

Plöturnar fundust á heimili látins njósnara frá Sovétríkjunum. Hann mun hafa tekið plöturnar af skrifstofu Hitlers í Berlín að honum látnum. Þetta kom fram í New York Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×