Erlent

Flóttamannabúðir að fyllast

Getty Images
Flóttamannabúðir sem ætlaðar eru fyrir þá sem þurft hafa að flýja frá heimilum sínum í Darfur-héraði í Súdan eru að fyllast. Þetta segja embættismenn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Meira en 80 þúsund manns hafa flúið heimili sín það sem af er ári og alls hafast um 2 milljónir manna við í flóttamannabúðum. Flestir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna sem geysað hafa milli Janjaweed hersveitanna sem eru hliðhollar stjórnvöldum og uppreisnarhópa. Minnst 200 þúsund hafa farist í átökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×