Enski boltinn

Allt undir United komið

Henrik Larsson sló í gegn strax í fyrsta leik á Englandi
Henrik Larsson sló í gegn strax í fyrsta leik á Englandi NordicPhotos/GettyImages

Talsmaður sænska liðsins Helsingborg segir það alfarið undir Manchester United komið hvort framherjinn Henrik Larsson framlengi lánssamning sinn við enska félagið út leiktíðina á Englandi. Larsson er á þriggja mánaða samningi hjá United, en því hefur verið spáð að hann verði lengur á Englandi.

"Ef tilboð kemur frá United, munum við hlusta á það, en enn sem komið er hefur ekkert heyrst í þeim og því göngum við út frá því að fá Larsson aftur í mars. Við viljum að sjálfssögðu vera með sterkt lið þegar keppni hefst á ný," sagði stjórnarformaður Helsingborg í samtali við breska sjónvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×