Enski boltinn

Mancini hrifinn af Shevchenko

NordicPhotos/GettyImages

Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segist vel geta hugsað sér að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá Chelsea, en Úkraínumaðurinn hefur ekki gert gott mót á Englandi í vetur eins og flestir vita.

"Ég myndi ekki slá hendinni á móti manni eins og Shevchenko," sagði Mancini, sem sagður er vera á höttunum eftir Antonio Cassano hjá Real Madrid. "Antonio er frábær leikmaður, en það yrði líklega erfitt að koma honum inn í liðið svona á miðju tímabili," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×