Erlent

Hermenn flýja dóm og leggja undir sig hótel

Hermenn búa sig fyrir átök við Peninsula-hótelið í Manila í morgun.
Hermenn búa sig fyrir átök við Peninsula-hótelið í Manila í morgun. MYND/AP

Umsátursástand ríkir nú við lúxushótel í Manila á Filippseyjum sem nokkrir tugir hermanna hafa lagt undir sig. Margir hermannanna voru í dómhúsi í nágrenninu þar sem verið var að rétta yfir þeim vegna tilraunar til valdaráns í landinu árið 2003.

Mönnunum tókst að komast undan og leggja undir sig hótel í nágrenninu með því að afvopna öryggisverði á hótelinu. Yfir þúsund filippseyskir hermenn hafa nú umkringt hótelið og heyrðust skothvellir við það fyrir stundu.

Hermennirnir sem lagt hafa undir sig hótelið munu halda einhverjum í gíslingu en þeir krefjast þess að herinn hætti stuðningi við Gloriu Arroyo, forseta landsins. Tilraunir til valdaráns á Fillipseyjum eru nokkuð tíðar og í forsetatíð Arroyo hefur tvisvar verið reynt að steypa henni af stóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×