Íran næst 12. mars 2007 19:04 Íraksstríðið var ólöglegt að mati Hans Blix, fyrrverandi yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak. Hann segir Bandaríkjamenn hafa verið á nornaveiðum í aðdraganda stríðsins og margt sé líkt með honum og stöðunni í kjarnorkudeilunni við Írana nú. Í nýlegu viðtali við Sky fréttastöðina segir Blix Bandaríkjamenn hafa verið á nornaveiðum í aðdraganda Íraksstríðsins og viljað túlka allt sem sönnun fyrir gjöreyðingarvopnaeign Íraka. Hann segist sannfærður um að innrásin hafi verið ólögleg. Allt sem hafi gerst í Írak síðan hafi verið harmleikur og það eina jákvæða að Saddam Hússein, fyrrverandi forseti, hafi horfið af sjónarsviðinu. Blix segir það ekki koma sér á óvart ef margir ráðamenn í Washington reynist hlynntir innrás í Íran. Margt í kjarnorkudeilunni við Írana minna hann á aðdraganda Íraksstríðsins en ýmislegt sé þó ólíkt. Þrýstingur á Írana sé að aukast. Farið sé til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir ályktunum um frekari refsiaðgerðir. Líklegt sé að gripið verði til þeirra. Rússar og Kínverjar verði án efa andvígir hernaðaríhlutun að mati Blix. Hann segist vona að meirihluti ríkja í ráðinu verði á sama máli. Þá telur hann að Bandaríkjamenn muni svara til að ráðið sé vanmáttugt og einhver ábyrgari aðili verði að gera eitthvað og því ráðist þeir á Íran. Blix segir Írana eiga langt í land með að framleiða kjarnorkuvopn. Hann segir mikilvægt að deiluaðilar setjist þegar að samningaborðinu. Bandaríkjamenn verði að láta af kröfum sínum, en þær komi í veg fyrir viðræður. Íranar segist tilbúnir til að ræða málin, þar á meðal auðgun þeirra á úrani. Blix spyr því hvers vegna eigi ekki að ræða við þá og láta af tilganglausum diplómatískum leik sem hamli viðræðum. Erlent Fréttir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Íraksstríðið var ólöglegt að mati Hans Blix, fyrrverandi yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak. Hann segir Bandaríkjamenn hafa verið á nornaveiðum í aðdraganda stríðsins og margt sé líkt með honum og stöðunni í kjarnorkudeilunni við Írana nú. Í nýlegu viðtali við Sky fréttastöðina segir Blix Bandaríkjamenn hafa verið á nornaveiðum í aðdraganda Íraksstríðsins og viljað túlka allt sem sönnun fyrir gjöreyðingarvopnaeign Íraka. Hann segist sannfærður um að innrásin hafi verið ólögleg. Allt sem hafi gerst í Írak síðan hafi verið harmleikur og það eina jákvæða að Saddam Hússein, fyrrverandi forseti, hafi horfið af sjónarsviðinu. Blix segir það ekki koma sér á óvart ef margir ráðamenn í Washington reynist hlynntir innrás í Íran. Margt í kjarnorkudeilunni við Írana minna hann á aðdraganda Íraksstríðsins en ýmislegt sé þó ólíkt. Þrýstingur á Írana sé að aukast. Farið sé til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir ályktunum um frekari refsiaðgerðir. Líklegt sé að gripið verði til þeirra. Rússar og Kínverjar verði án efa andvígir hernaðaríhlutun að mati Blix. Hann segist vona að meirihluti ríkja í ráðinu verði á sama máli. Þá telur hann að Bandaríkjamenn muni svara til að ráðið sé vanmáttugt og einhver ábyrgari aðili verði að gera eitthvað og því ráðist þeir á Íran. Blix segir Írana eiga langt í land með að framleiða kjarnorkuvopn. Hann segir mikilvægt að deiluaðilar setjist þegar að samningaborðinu. Bandaríkjamenn verði að láta af kröfum sínum, en þær komi í veg fyrir viðræður. Íranar segist tilbúnir til að ræða málin, þar á meðal auðgun þeirra á úrani. Blix spyr því hvers vegna eigi ekki að ræða við þá og láta af tilganglausum diplómatískum leik sem hamli viðræðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira