Erlent

Amma í fallhlífarstökki

Það er ekki oft sem áttatíu og níu ára gamlar konur stökkva í fallhlíf úr þrjú þúsund metra hæð en það gerði Hilda Person í Ástralíu í gær. Hilda vildi með stökkinu safna fé til krabbameinsrannsókna. Dóttir Hildu varð krabbameini að bráð fyrir ári og vildi Hilda leggja sitt af mörkum til að fé fengist til frekari rannsókna. Hilda stökk út úr flugvélinni með lokuð augun og þjálfara sinn á bakinu. Bæði lentu þau heilu og höldnu. Hilda segir þetta hafa verið skemmtilega upplifun og ætlar í fleiri ævintýraferðir til styrktar krabbameinsrannsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×