Enski boltinn

Viduka á leið til Newcastle

Mark Viduka
Mark Viduka NordicPhotos/GettyImages
Framherjinn Mark Viduka hjá Middlesbrough er nú sagður vera við það að ganga í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 31 árs gamli Ástrali hefur enn ekki framlengt samning sinn við Boro og hefur neitað öllum tilboðum félagsins til þessa. Fjöldi liða á Englandi hafa verið orðuð við framherjann, þar á meðal Birmingham, Portsmouth og West Ham. Viduka skoraði 19 mörk fyrir Boro á síðustu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×