Enski boltinn

Benitez kvartar yfir peningaleysi

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að félagið hafi ekki nógu mikla peninga úr að moða til að geta fjárfest í ungum og efnilegum leikmönnum. Leikmannakaup stjórans á liðnum árum voru gagnrýnd nokkuð í breskum blöðum í dag í kjölfar ófara liðsins í leikjunum tveimur gegn Arsenal.

Benitez hefur svarað því til að hann hefði gjarnan viljað kaupa unga og efnilega leikmenn líkt og Arsenal hefur gert - en segir Liverpool einfaldlega ekki hafa haft efni á því.

"Ég ætla ekki að fara að nefna nein nöfn í þessu sambandi, en það eru tveir eða þrír leikmenn í liði Arsenal í dag sem við höfðum mikinn áhuga á að fá á sínum tíma - en höfðum ekki efni á því. Við verðum að halda áfram að fjárfesta í ungum leikmönnum líkt og Arsene Wenger er að gera, því ef menn ætla sér stóra hluti, er ekki nóg að ausa bara peningum í aðalliðið. Við höfðum veður af nokkrum af þessum leikmönnum sem nú spila með Arsenal, en ef maður getur ekki borgað sex milljón evrur fyrir leikmenn eins og Diabi og Denilson - þá einfaldlega á maður ekki möguleika á að fá þá," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×