Erlent

Boðar nýtt þjóðnýtingarátak

Hugo Chavez Venesúelaforseti ásamt nýjum varaforseta sínum, Jorge Rodriguez, í Caracas í gær.
Hugo Chavez Venesúelaforseti ásamt nýjum varaforseta sínum, Jorge Rodriguez, í Caracas í gær. mynd/ap

Við upphaf nýs sex ára kjörtímabils síns sem forseti Venesúela kynnti Hugo Chavez í gær áform um að þjóðnýta raforku- og fjarskiptafyrirtæki landsins og fleiri róttækar aðgerðir til að gera landið að hrein-sósíalísku hagkerfi.

Chavez, sem sver í dag embættiseið forseta í þriðja sinn, boðaði jafnframt að hann vildi breyta stjórnarskránni til að geta svipt seðlabanka landsins sjálfstæði sínu. Hann myndi enn fremur fela þjóðþinginu, þar sem samherjar hans hafa tögl og hagldir, að samþykkja „röð byltingarlaga“ í formi forsetatilskipana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×