Erlent

Hörð afstaða Pútíns í olíudeilu

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar esb, og angela merkel, kanslari þýskalands Gagnrýndu Rússland vegna stöðvunar á olíuinnflutningi til Evrópu. Merkel sagði traust á Rússlandi sem olíuframleiðanda farið.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar esb, og angela merkel, kanslari þýskalands Gagnrýndu Rússland vegna stöðvunar á olíuinnflutningi til Evrópu. Merkel sagði traust á Rússlandi sem olíuframleiðanda farið. mynd/afp

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði ríkisstjórn sinni í gær að draga úr olíuframleiðslu vegna olíudeilunnar við Hvíta-Rússland sem gæti því dregist á langinn.

Rússland skrúfaði fyrir olíu leiðslur í gegnum Hvíta-Rússland til nokkurra Evrópulanda á mánudag. Ástæðan er sögð að Hvítrússar ræni olíu úr leiðslunni.

Sérfræðingar segja að olíubirgðir Hvíta-Rússlands endast í viku í mesta lagi en stjórnvöld neita að tjá sig um stöðuna. Pútín virðist telja dagaspursmál hvenær Alexander Lúkasjenko, forseti Hvít-rússa, gefi eftir í deilunni vegna þverrandi olíubirgða í landinu að mati fréttaskýrenda.

Ár er síðan truflun varð á gasflutningi frá Rússlandi vegna verðdeilu Rússa og Úkraínumanna. Deilan hefur á ný vakið áhyggjur hve Evrópa er háð Rússland um orku.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tóku harkalega til orða í gær. „Óviðunandi“ væri að lönd, sem flytji eða framleiði orku, skrúfi fyrir án samráðs.

Merkel sagði að Þýskaland gæti ekki verið háð einum aðila um gas.Aðrir möguleikar væru nýting kjarnorku og endurnýtanleg orka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×