Hundrað manns hið minnsta hafa fallið í bílsprengju- og eldflaugaárásum í Bagdad í dag og er dagurinn því einn sá blóðugasti frá upphafi árs. 88 létust og 160 særðust snemma í morgun þegar tvær bílsprengjur sprungu á markaði með notuð föt sem fátækir íbúar Bagdad-borgar sækja mikið.
Haft er eftir ljósmyndara á vegum AFP-fréttastofunnar að fórnarlömbin hafi verið svo mörg að særðum var komið fyrir á sama stað og látnum borðum á markaðnum. Eftir hádegið var svo gerð önnur árás á markað nærri bænum Bakúba, norðaustur af Bagdad, og eru að minnsta kosti tólf látnir eftir hana og á þriðja tug særður.
Um hundrað látnir í Írak í dag
