Erlent

Að drukkna í pappír á Balí

MYND/AP

Loftslagsráðstefnan á Bali er að drukkna í pappír og hefur pappírsflóðið kostað þúsundir trjáa.

Bara listinn með um 10.000 þátttakendum á ráðstefnunni fyllir yfir hundrað blaðsíður og er þó prentað á þær báðum megin. Dagskrá hvers dags er viðlíka mikil í sniðum hvað blaðsíðufjöldann áhrærir.

Við þetta bætist svo stöðugur straumur af fréttatilkynningum, yfirlýsingum, bókum og ýmsu öðru. Í frétt blaðamanns Jyllands Posten um málið segir að hann fái vart greint aðra fréttamenn í fréttamiðstöð ráðstefnunnar vegna pappírsbúnkanna sem þar hafa hlaðist upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×