Sjóliðunum sleppt 4. apríl 2007 18:00 Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun Erlent Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun
Erlent Fréttir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira