Bush gramur Pelosi 4. apríl 2007 12:30 Nancy Pelosi og George Bush. MYND/AP George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. Pelosi kom til Sýrlands í gær, að eigin sögn til að hvetja þarlenda ráðamenn til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði í Írak og láta af stuðningi við samtök á borð Hizbollah í Líbanon. Snemma í morgun sat hún fundi með utanríkisráðherra og varaforseta landsins og strax að þeim loknum hitti hún svo Bashir Assad Sýrlandsforseta. Sýrlendingarnir hafa þannig tekið vel á móti Pelosi þótt litlar vonir séu bundnar við raunverulegan árangur af heimsókn hennar. Heimsóknin er hins vegar í óþökk ríkisstjórnar Bandaríkjanna enda hefur algert frost ríkt í samskiptum hennar og sýrlensku stjórnarinnar frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var myrtur fyrir rúmum tveimur árum. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna telur fullvíst að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið á bak við tilræðið. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd. Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. Pelosi kom til Sýrlands í gær, að eigin sögn til að hvetja þarlenda ráðamenn til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði í Írak og láta af stuðningi við samtök á borð Hizbollah í Líbanon. Snemma í morgun sat hún fundi með utanríkisráðherra og varaforseta landsins og strax að þeim loknum hitti hún svo Bashir Assad Sýrlandsforseta. Sýrlendingarnir hafa þannig tekið vel á móti Pelosi þótt litlar vonir séu bundnar við raunverulegan árangur af heimsókn hennar. Heimsóknin er hins vegar í óþökk ríkisstjórnar Bandaríkjanna enda hefur algert frost ríkt í samskiptum hennar og sýrlensku stjórnarinnar frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var myrtur fyrir rúmum tveimur árum. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna telur fullvíst að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið á bak við tilræðið. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd.
Erlent Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira