Enski boltinn

Arsenal fer á kostum á Anfield

Julio Baptista er búinn að skora tvö mörk fyrir Arsenal
Julio Baptista er búinn að skora tvö mörk fyrir Arsenal NordicPhotos/GettyImages
Arsenal er svo sannarlega að gera Liverpool lífið leitt þessa dagana en liðið hefur 4-1 forystu á Anfield í hálfleik í leik liðanna í enska deildarbikarnum. Julio Baptista hefur skorað tvö marka Arsenal, Jeremie Aliadiere eitt og Alexandre Song eitt. Robbie Fowler skoraði mark Liverpool í þessum ótrúlega leik sem sýndur er beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×