Erlent

Áfengislykt af flugáhöfninni

Flugmaður, aðstoðarflugmaður og fimm aðrir úr áhöfn úkraínskrar flugvélar voru kyrrsettir á norskum flugvelli í gær vegna gruns um að þeir væru ölvaðir á leið í flug.

Öryggisvörður á flugvellinum taldi sig finna áfengislykt af Úkraínumönnunum sjö þegar þeir voru á leið í flug árla morguns. Meðal hinna grunuðu voru siglingafræðingur og loftskeytamaður flutningavélarinnar, sem er stærsta skrúfuhreyflaknúna flugvél heims, Antonov-22.

Í Noregi er hámarksrefsing fyrir svona brot tveggja ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×