Erlent

Vísbending um horfnu þotuna

Talið er að málmur sem fannst á hafsbotninum við Sulawesi-eyjar geti verið úr indónesísku farþegaþotunni sem hvarf á nýársdag með 102 manns innanborðs. Er þetta fyrsta vísbendingin um afdrif vélarinnar sem sendi ekkert neyðarkall áður en hún hvarf af ratsjám.

Indónesískt herskip fann þrjá málmhluta á nokkurra ferkílómetra hafsvæði á 1.500 til 2.000 metra dýpi. Bandarískt herskip betur tækjum búið er á leiðinni til að gera ítarlegri rannsóknir á leitarsvæðinu.

Á fjórða þúsund manna leita á 80.000 ferkílómetra svæði þar sem talið er að vélin hafi getað hrapað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×