Erlent

SAS flugvél nauðlendir á Kastrup flugvelli

Um 240 manns voru um borð í vélinni.
Um 240 manns voru um borð í vélinni. MYND/AFP

Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að loftþrýstingur féll skyndilega í farþegarými hennar. Vélin, sem er af gerðinni Airbus 340, var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað en um 240 manns voru um borð.

Mikill viðbúnaður var á Kastrup flugvelli þegar vélin kom til lendingar. Flugvélin var búin að vera á lofti í um 45 mínútur þegar loftþrýstingurinn féll skyndilega í farþegarými. Flugmennirnir lækkuðu strax flughæð vélarinnar niður í þriggja kílómetra hæð og við það jafnaðist loftþrýstingurinn. Vélinni var síðan snúið við til Kaupmannahafnar. Engan sakaði í atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×