Erlent

Ætla ekki að lýsa yfir neyðarástandi

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. MYND/AFP

Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug að Pervez Musharraf, forseti landsins, íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Segir hann slíkt ekki koma til greina af hálfu stjórnvalda. Haft var eftir upplýsingamálaráðherra Pakistans í morgun að stjórnvöld vilji koma á neyðarlögum til að binda endi á ófremdarástand þar í landi.

Haft er eftir Chaudhry Shujaat, formanni pakistanska ríkisstjórnarflokksins, í erlendum fjölmiðlum að það komi ekki til greina af hálfu stjórnvalda að lýsa yfir neyðarástandi. Talsmaður Pervez Musharraf, forseta, vísaði einnig fréttum þessa efnis á bug í morgun.

Upplýsingamálaráðherra Pakistans sagði í viðtali á pakistanskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi að stjórnvöld væru að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Sagði hann ákvörðun stjórnvalda byggja meðal annars á yfirvofandi árás Bandaríkjamanna á stöðvar Talibana í landinu sem og vaxandi tíðni sjálfsmorðsárása.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×