Enski boltinn

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

Fernando Torres hjá Atletico Madrid er fastagestur í slúðurdálkum á Englandi
Fernando Torres hjá Atletico Madrid er fastagestur í slúðurdálkum á Englandi NordicPhotos/GettyImages

Bayern Munchen hefur tilkynnt forráðamönnum Manchester United að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sé falur á 18 milljónir punda í sumar. Daily Mail segir Rafa Benitez vera að undirbúa tilboð í vængmanninn Simao Sabrosa hjá Benfica.

Aidy Boothroyd, stjóri Watford, þarf ekki að selja neina af leikmönnum liðsins þó liðið falli í 1. deildina í vor - jafnvel þó úrvalsdeildarliðin muni bjóða í þá í sumar (Daily Mail). Charles N´Zogbia vill fara frá Newcastle í sumar eftir að hafa lent í deilum við Glenn Roeder knattspyrnustjóra.

Tottenham og Liverpool hafa bæði áhuga á Yossi Benayoun, sem væntanlega mun fara frá West Ham í sumar (Daily Mirror). Blackburn þrætir fyrir að Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen sé með klásúlu í samningi sínum sem leyfi honum að fara frá félaginu ef 8 milljón punda tilboð berst í hann (The Sun).

Sheffield Wednesday neitar að selja Frankie Simek fyrir minna en 2 milljónir, en vitað er af áhuga Charlton, Aston Villa og Portsmouth á leikmanninum (Daily Star). Charlton og Sheffield United munu berjast um að fá Darren Purse í sínar raðir frá Cardiff fyrir 2 milljónir (Ýmsir). Ian Walker mun hætta hjá Bolton í sumar (Ýmsir).

Everton hefur áhuga á framherjanum Diomansy Kamara hjá West Brom, en hann mun kosta um 6 milljónir punda (Daily Mail). Fernando Torres hefur neitað viðræðum við Manchester United (Daily Mirror).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×