Íraksstríði mótmælt í Bandaríkjunum 28. janúar 2007 12:45 Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira