Erlent

Mið- og hægristjórn mynduð í Finnlandi

Matti Vanhanen verður áfram forsætisráðherra Finnlands.
Matti Vanhanen verður áfram forsætisráðherra Finnlands. MYND/Getty Images

Samkomulag hefur náðst um nýja fjögurra flokka ríkisstjórn í Finnlandi undir forystu Mattis Vanhanens, forsætisráðherra. Ríkisstjórninn telst hægri- og miðstjórn og aðild að henni eiga Miðflokkur Vanhanens, Þjóðarbandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn.

Samtals hafa flokkarnir 125 af 200 sætum á finnska þinginu. Helstu markmið stjórnarinnaR verða að skapa á bilinu 80-100 þúsund störf á næstu fjórum árum ásamt því að hækka lífeyri pg barnabætur.

Þá hyggst ríkisstjórnin einnig lækka skatta um nærri 160 milljarða á kjörtímabildinu, þó ekki alla því áfengisskattur verður hækkaður til þess að draga úr drykkju í landinu. Eldsneytisskattar munu einnig hækka sem liður í baráttunni við loftlagsbreytingar.

Segja má að með þessu verði hægrisveifla í landinu því áður mynduðu Miðflokkurinn og jafnaðarmenn ríkisstjórn undir forystu Vanhanens, en kosið var um miðjan síðasta mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×