Erlent

Kjarnorkukapphlaup í Miðausturlöndum veldur áhyggjum

Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku, af ótta við þróunina í Íran. Kjarnorkukapphlaupið veldur miklum áhyggjum hjá sérfræðingum í Pentagon.

Fyrir aðeins tveimur árum sögðust leiðtogar Sádi-Arabíu enga þörf hafa fyrir kjarnorku. Í dag er öldin önnur. Undirbúningur að kjarnorkuverum er hafinn, efni til kjarnorkugerðar er flutt inn í stórum stíl og sérfræðingar hvaðanæva að úr heiminum fengnir til starfa. Sömu sögu er að segja af Tyrklandi, Egyptalandi og Jórdaníu. Tólf nágrannaríki Írans hafa undanfarið leitað til alþjóða kjarnorkumála stofnunarinnar, í því augnamiði að fá hjálp við þrún kjarnorku.

Þó að opinber skýring sé eins og áður sú að kjarnorkuna eigi einvörðungu að nota í friðsamlegum tilgangi, þykjast fróðir menn sjá óvenju mikinn skrið í þessum málum í nágrannalöndum Írans. Áhuginn þar virðist margfalt meiri heldur en annars staðar í heiminum um þessar mundir. Ríki þar sem súnníar eru í meirihluta mega ekki til þess hugsa að Sjíarnir í Íran verði kjarnorkuveldi á undan öðrum.

Yfirvofandi kjarnorkukapphlaup í Miðausturlöndum er þegar farið að valda áhyggjum í Pentagon, þar sem helstu sérfræðingar eru sammála um að þessa þróun verði að stoppa þegar í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×