Enski boltinn

Jafnt hjá Wigan og Tottenham í markaleik

Kevin Kilbane skorar þriðja mark Wigan með skalla án þess að fyrrum Wigan-maðurinn Pascal Chimbonda komi vörnum við.
Kevin Kilbane skorar þriðja mark Wigan með skalla án þess að fyrrum Wigan-maðurinn Pascal Chimbonda komi vörnum við.

Wigan og Tottenham skildu jöfn 3-3 í fjörugum fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Wigan er í fallbaráttu en Tottenham í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Wigan komst þrisvar yfir í leiknum en Lundúnaliðið náði alltaf að svara.

Tvö mörk komu á fyrstu fimm mínútum leiksins. Emil Heskey kom Wigan yfir eftir eina mínútu en Dimitar Berbatov jafnaði laglega aðeins 4 mínútum síðar. Leighton Baines kom heimamönnum aftur yfir en Robbie Keane jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Tottenham.

Kevin Kilbane kom Wigan svo enn á ný yfir í síðari hálfleiknum með laglegu skallamarki en Keane jafnaði aftur eftir mistök Matt Jackson. Fyrrum leikmaður Wigan, Pascal Chimbonda, fékk svo gullið tækifæri til að stela sigrinum fyrir gestina - en klikkaði og jafntefli ef til vill sanngjörn niðurstaða. Robbie Keane var kosinn maður leiksins á Sky með 9 í einkunn, en hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×