Sakaður um ólöglega lántöku 12. febrúar 2007 18:30 Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli. Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli.
Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira