Erlent

Varaforseti Saddam verður hengdur

Taha Yassin Ramadan
Taha Yassin Ramadan

Hæstiréttur í Írak dæmdi í dag Taha Yassin Ramadan, fyrrum varaforseta Saddam Hussein, til dauða. Hann verður að líkindum hengdur fyrir lok mánaðarins. Ramadan var í nóvember dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Dujail sem Saddam var dæmdur til dauða fyrir en eftir áfrýjun var ákveðið að hann skildi líka hengdur.

Eftir að dómur var kveðinn upp sagði Ramadan: „Guð veit að ég hef ekkert gert rangt". Mannréttindasamtök og embættismenn Sameinuðu þjóðanna höfðu biðlað til réttarins að þyrma lífi Ramadan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×