Erlent

Ekkert lát á óöld

AP
Minnst 59 fórust í tveimur bílsprengjuárásum á Shorja-markaðinn í Bagdad í morgun. Lögregla segir 150 til viðbótar hafa særst. Annars staðar í borginni fórust minnst fimm í annari bílsprengjuárás í morgun. Í gær fórust 30 í sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tikrit, þar af 21 lögreglumaður. Lítið virðist ganga að bæla niður ofbeldi í landinu, en í síðustu viku hófst herferð gegn uppreisnarmönnum með mun ákveðnari aðgerðum en tíðkast hafa þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×