Erlent

Murkuðu lífið úr gyðingi

Dómstóll í Jekaterínburg í Úralfjöllum dæmdi á föstudag fimm unglinga í fangelsi fyrir að berja tvítugan gyðing, draga hann inn í kirkjugarð og reka hann þar á hol með málmkrossi.

Ungmennin voru á aldrinum tólf til sautján ára og drukkin þegar ódæðið var framið hinn 1. október 2005. Fjögur þeirra fengu 5-7 ára fangelsi og eitt tíu ára fangabúðavist.

53 manns voru drepin og 460 hlutu líkamstjón í árásum vegna útlendinga- og gyðingahaturs í Rússlandi í fyrra, að sögn mannréttindaskrifstofunnar Sova.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×