Erlent

Ekkert gin- og klaufaveikismit í dýragarði í Surrey

Bretar í viðbragðsstöðu vegna gin- og klaufaveiki.
Bretar í viðbragðsstöðu vegna gin- og klaufaveiki. MYND/Stöð2

Allt bendir til þess að búfé í dýragarði í Surrey og á nautgripabúi í Kent í Bretlandi hafi ekki sýkst af gin- og klaufaveiki. Rannsóknum á sýnum sem tekin voru úr búfénu er að mestu lokið. Óttast var á tímabili að yfirvöldum í Bretlandi hafi mistekist að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.

Dýragarðinum í Surrey var lokað og sóttvarnarsvæði sett upp í kringum hann í gær eftir að grunur vaknaði um að búfé sem þar er til sýnis hafi smitast af gin- og klaufaveiki. Þá tilkynntu bresk yfirvöld einnig í gær að þau væru að rannsaka hugsanlegt smit á nautgripabúi í Kent.

Í síðustu viku kom upp grunur um smit á bæ í Surrey en sá grunur reyndist hins vegar ekki á rökum reistur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×