Erlent

Al-Qaeda grunað um sprengjuárásirnar í Írak

Fólk af Yazidi ættbálki fagnar nýju ári 17. apríl. Um 1,6 milljón Yazidi manna eru búsettir í Írak
Fólk af Yazidi ættbálki fagnar nýju ári 17. apríl. Um 1,6 milljón Yazidi manna eru búsettir í Írak MYND/AFP

Talið er líklegt að hryðjuverkarsamtökin al-Qaeda standi á bak við sprengjuárásirnar þrjár sem urðu 175 manns að bana í Írak í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en talsmaður bandaríska hersins sagði á blaðamannafundi í morgun að grunur beindist helst að al-Qaeda.

Sprengjunum þremur var komið fyrir í olíuflutningabílum sem árásarmennirnir óku en þær sprungu allar í íbúðarhverfum fólks af Yazidi-ættbálki. Að minnsta kosti 175 manns létu lífið og um 200 særðust í árásunum.

Yazidi-ættbálkur er kúrdískur sérstrúarsöfnuður. Fólk af þessum ættbálki hefur lengi verið skotmark annarra trúarhópa í Írak en fyrr á þessu ári voru 23 meðlimir í ættbálknum skotnir til bana norður af borginni Mosul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×