Erlent

Rannsakað eins og hryðjuverk

Farþegi yfirgefur lestina sem er á hliðinni bak við hann. Lestin var á leiðinni frá Moskvu til Pétursborgarr.
Farþegi yfirgefur lestina sem er á hliðinni bak við hann. Lestin var á leiðinni frá Moskvu til Pétursborgarr. MYND/ap

Yfirvöld í Rússlandi telja að hryðjuverkamenn hafi komið fyrir sprengju sem sprakk í hraðlest á leiðinni frá Moskvu til Pétursborgar í gærmorgun. Lestin fór út af sporinu nærri borginni Novgorod, um fimm hundruð kílómetra norður af Moskvu. Sextíu slösuðust.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en rússnesk stjórnvöld grunar uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu; búnaður sem notaður var til að gera sprengjuna er svipaður og var notaður í hryðjuverkaárás í lest árið 2005. Nikolai Patruschev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sagði að hryðjuverkaógnin í landinu hefði ekki enn verið upprætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×