Erlent

Líklegt að Gul verði forseti

Forsetaframboð Guls skapaði pólitíska ólgu í landinu því talið er að hann vilji grafa undan veraldlegum gildum í tyrknesku samfélagi.
Forsetaframboð Guls skapaði pólitíska ólgu í landinu því talið er að hann vilji grafa undan veraldlegum gildum í tyrknesku samfélagi. MYND/ap

Stjórnarflokkur Receps Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur valið utanríkisráðherra landsins, Abdullah Gul, sem forsetaefni flokksins.

Tyrkneska þingið kýs forseta í landinu. Til að ná kjöri þarf forsetaframbjóðandi að fá tvo þriðju hluta atkvæða þingmanna í fyrstu og annarri umferð kosninga. Í þeirri þriðju nægir honum að fá hreinan meirihluta.

Talið er nær öruggt að Gul verði kjörinn forseti í þriðju umferðinni sem fram fer 28. ágúst því flokkur Erdogans hefur meirihluta þingsæta í landinu eftir kosningarnar 22. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×