Erlent

Zuma sigraði Mbeki í Suður-Afríku

Jacob Zuma
Jacob Zuma

Jacob Zuma varð í dag leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, stærsta stjórnmálaflokks Suður-Afríku. Zuma sigraði forseta landsins og sitjandi leiðtoga, Thabo Mbeki. Eftir sigurinn í dag er talið næsta víst að Zuma verði forseti landins þegar kjörtímabili Mbeki lýkur árið 2009.

Jacob Zuma er 65 ára. Hann er sagður eiga nokkrar eiginkonu og allt að tuttugu börn. Hann var varaforseti landsins þar til fyrir skömmu að hann var látinn víkja vegna ásakanir um að eiga aðild að margvíslegum spillingarmálum.

Zuma á enn yfir höfði sér ákærur vegna þeirra mála en það kom ekki í veg fyrir kjör hans í dag. Hljóti hann hins vegar dóm gæti það komið í veg fyrir að hann geti boðið sig fram til forseta eins og hann hyggst gera þegar Thabo Mbeki lætur af völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×