Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 27 komu saman til stórveislu í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi í tilefni af því að í dag er hálf öld liðin frá undirritun Rómarsáttmálans og stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins.
Hátíðarhöld verða í borginni í dag þar sem leiðtogarnir munu kynna skýrslu um afrek sambandsins og þau erfiðu verkefni sem bíði úrlausnar. Götuteiti og flugeldasýningar eru einnig á dagskrá auk þess sem breski söngvarinn Joe Cocker mun halda opna tónleika og Evrópusambandsbúar án efa dansa um götur Berlínar.