Erlent

Ísraelar opna á möguleikann um tvískipta Jerúsalem

Ísraelar hafa hingað til ekki tekið í mál að skipta upp Jerúsalem.
Ísraelar hafa hingað til ekki tekið í mál að skipta upp Jerúsalem. MYND/AP

Tveir háttsettir stjórnmálamenn í Ísrael ræddu opinskátt í dag um möguleikann á því að Jerúsalem verði skipt í tvennt. Stjórnmálaskýrendur segja þetta gefa til kynna að von sé á stefnubreytingu Ísraela í málinu sem hingað til hafa neitað að fallast á skiptingu borgarinnar.

Deilan um Jerúsalem hefur siglt samningaviðræðum á milli Ísraela og Palestínumanna í strand hvað eftir annað en ummæli stjórnmálamannanna koma á sama tíma og deiluaðilar reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um næstu skref í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×