Erlent

Herstjórnin tilnefnir samningamann fyrir Suu Kyi

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. MYND/AFP

Herstjórnin í Búrma hefur tilnefnt Aung Kyi aðstoðarráðherra til að semja beint við Aung San Suu Kyi stjórnarandstæðing sem nú er í stofufangelsi. Aung Kyi tók við embætti aðstoðaratvinnumálaráðherra á síðasta ári. Tilnefningin kemur í kjölfar mestu mótmælaaðgerða gegn herstjórninni í áratugi.

Than Shwe hershöfðingi og leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Búrma er þekktur fyrir andúð sína á Suu Kyi. Hann bauð samningaviðræður við hana gegn því að hún hætti mótmælaaðgerðum, stuðningi við viðskiptingaþvinganir og algerri tortímingu.

Engin viðbrögð hafa borist frá stuðningsmönnum Suu Kyi. Stjórnmálaskyrendur vara við of mikilli bjartsýni um framgang mála, en búast þó við að framtakið verði til þess að einhverjar viðræður komist á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×